Frétt

Fjölbreytt sumarstörf fyrir unglinga og háskólanema

16. janúar 2012

Sumarvinna LandsvirkjunarLöng hefð er fyrir vinnu skólafólks hjá Landsvirkjun. Sumarvinnufólk Landsvirkjunar vinnur fjölbreytt störf um allt land en þó má segja að umhverfis- , ferða- og mannúðarmál skipi stærstan sess í starfi þeirra.

Sumarið 2012 verða ráðnin 160 ungmenni fædd á árunum 1992-1996. Þeir sem hafa unnið hjá fyrirtækinu áður og staðið sig vel hafa forgang um vinnu. Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið að umsögnum frá vinnuskólum, fyrri vinnuveitendum, þátttöku í félagsmálum og tómstundaiðkun (íþróttum, listgreinum og æskulýðsstarfi).

Ár hvert starfa hópar við Blöndu, Búrfell, Kröflustöð, Laxárstöðvar, Sogsstöðvar, Fljótsdalsstöð og í Reykjavík. Einnig eru umhverfishópar á ferðinnu um allt land sem sinna uppgræðslu og trjáplöntun.

Auk uppgræðslu og skógræktarverkefna sinna sumarvinnuhópar daglegri hirðu kringum aflsstöðvar. Þá koma hóparnir í auknum mæli að endurbótum á ferðamannaaðstöðu, vegagerð og ýmsu sem bætir aðkomu að virkjunar- og ferðamannasvæðum. Þessi vinna skiptir Landsvirkjun miklu máli þar sem það er metnaður fyrirtækisins að mannvirki þess og umhverfi sómi sér vel og nýtist almenningi sem best.

  • Blanda – Starfsmenn koma sér sjálfir á staðinn á mánudagsmorgnum og gista.
  • Búrfell – Rútuferðir daglega úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
  • Fljótsdalur – Daglegar rútuferðir frá Egilsstöðum
  • Laxá – Starfsmenn koma sér sjálfir á staðinn.
  • Krafla - Starfsmenn koma sér sjálfir á staðinn.
  • Reykjavík – Rútuferðir úr Mjóddinni daglega.
  • Sog – Rútuferðir frá Reykjavík og Selfossi daglega.

Háskólanemar geta einnig sótt um sumarstörf hjá Landsvirkjun. Fyrirtækið leggur sig fram við að ráða nemendur í verkefni sem tengjast námi, en einnig er um að ræða önnur afleysingastörf og verkstjórn í sumarvinnu unglinga.

Umsóknarfrestur um sumarvinnu er til 20. febrúar.

Fréttasafn Prenta