Frétt

Festa heldur málþing um samfélagsábyrgð fyrirtækja

8. febrúar 2012

Það er Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Samtök atvinnulífsins sem efna til fundarins og hefst hann kl. 8:15 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.   Fjallað verður um skilgreiningu hugtaksins samfélagsábyrgð fyrirtækja út frá sjónarhorni fræðimannsins, fyrirtækja og neytenda.  Auk Harðar flytja erindi þau Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu og Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins.  

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð hóf starfsemi  í október síðastliðnum og hefur það að markmiði að auka  þekkingu á málefnum tengdum samfélagsábyrgð fyrirtækja.  Landsvirkjun er einn stofnaðila Festu ásamt Íslandsbanka, Símanum,  Alcan, Landsbanka og Össuri hf.

Nánari upplýsingar um fundinn

Fréttasafn Prenta