Frétt

58 milljónum úthlutað úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

15. febrúar 2012

 

Úthlutað var í gær úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar alls 58 milljónum króna í styrki til framhaldsnáms og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála.

Sex doktorsnemar hlutu styrki að upphæð ein milljón króna og tíu meistaranemar hlutu styrki að upphæð 500 þúsund krónur, alls 11 milljónir króna.

Þá var 47 milljónum króna úthlutað til rannsóknarverkefna, bæði nýrra verkefna sem og framhaldsstyrkir til verkefna sem þegar hafa verið styrkt. Alls voru styrkt fjórtán ný verkefni og sex verkefni hlutu áframhaldandi styrki. Sex styrkir eru veittir til virkjunarrannsókna, átta til rannsókna á náttúru og umhverfi og sex til vistvæns eldsneytis og tækni sem dregur úr losun kolefnisgasa.

Orkurannsóknasjóður var stofnaður árið 2008 í þeim tilgangi að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála, hvetja námsmenn til að velja sér viðfangsefni á þessu sviði og gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri. Stjórn sjóðsins auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn einu sinni á ári en hana skipa: 

Stjórnarformaður:
Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands

Aðrir stjórnarmenn:
Axel Björnsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
Páll Jenssen, prófessor við Háskólann í Reykjavík
Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við Háskóla Íslands
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar


Hér má sjá lista yfir styrkveitingar

Orkurannsoknarsjodur_uthlutun_2012

Fréttasafn Prenta