Frétt

Ársreikningur Landsvirkjunar fyrir árið 2011 birtur í dag

16. mars 2012

Helstu atriði ársreiknings:

  • Rekstrartekjur námu 436,2 milljónum USD (55,4 ma.kr.) sem er 15,5% aukning frá árinu áður.1
  • EBITDA nam 345,2 milljónum USD (43,8 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 79,1% af tekjum, en var 78,9% árið 2010.
  • Handbært fé frá rekstri nam 267,2 milljónum USD (33,9 ma.kr.) sem er 16,4% aukning frá árinu 2010.
  • Hagnaður eftir skatta nam 26,5 milljónum USD (3,4 ma.kr.), en var 72,9 milljónir USD árið áður.
  • Lausafjárstaða Landsvirkjunar er sterk og hafði fyrirtækið í árslok aðgang að 645,7 milljónum USD (82 ma.kr.). Sterk lausafjárstaða tryggir getu fyrirtækisins til að standa straum af afborgunum lána á næstu árum.
  • Nettó skuldir lækkuðu á árinu um 171 milljón USD (21,7 ma.kr.) og voru í árslok 2.503 milljónir USD (317,9 ma.kr)
  • Stjórn félagsins mun á aðalfundi gera tillögu um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,8 milljarðar króna (14,2 milljónir USD) fyrir árið 2011.

 

[1]Til viðmiðunar eru íslenskar krónur, notast var við gengi USD 127 

 
Hörður Arnarson, forstjóri:

Fjárhagsstaða fyrirtækisins á árinu 2011 batnaði nokkuð frá fyrra ári einkum vegna tekjuaukningar, sem rekja má til breytinga á samningum um raforkuverð og hækkandi álverðs.

Lækkun skulda og bætt sjóðstreymi á árinu valda því að lykilmælikvarðar um fjárhagslegan styrk fyrirtækisins þróast í rétta átt þótt enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Mikilvægt er því að bæta þessar kennitölur enn frekar á næstu árum.

Framkvæmdir við Búðarháls eru nú í fullum gangi og gert er ráð fyrir að virkjunin taki til starfa í árslok 2013. Næstu verkefni fyrirtækisins verða síðan á Norðausturlandi þar sem í ár er unnið að umfangsmiklum undirbúningi við hönnun virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum.

Fyrirtækið mætir áfram áhuga viðskiptavina, nýrra jafnt sem eldri, á kaupum á raforku en gera má ráð fyrir að aðstæður í efnahagsmálum heimsins ráði miklu um hvenær samningar takist.“

 

Fréttatilkynning - lykiltölur úr rekstri 2011

Ársreikningur Landsvirkjunar 2011

 

Fréttasafn Prenta