Frétt

Sautján verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar

20. mars 2012

Hæsti styrkurinn, eða 700.000 krónur, komu í hlut Laxaseturs Íslands á Blönduósi.  Laxasetur Íslands er rannsókna- og fræðslusetur um íslenska laxfiska og vinnur nú að uppsetningu sýningar þar sem meðal annars verða sýndar lifandi myndir af laxfiskum í umhverfi sínu og margháttaður fróðleikur um laxfiska og nýtingu þeirra.

Annar hæsti styrkurinn, eða 400.000 krónur, komu í hlut Náttúrustofu Norðausturlands til verkefnisins: Börn, foreldrar og náttúra í Vatnajökulsþjóðgarði.  Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni samveru fjölskyldna í náttúrunni og auka um leið náttúruvitund barna og efla skilning þeirra á ferlum náttúrunnar.

Upplýsingar um aðra styrkþega er að finna hér

Úthlutað er úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar ársfjórðungslega. Næsta verður úthlutað úr sjóðnum  í júní 2012 og er umsóknarfrestur til 25. maí.

Fréttasafn Prenta