Frétt

Úthlutun úr samfélagssjóði Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi 2012

20. mars 2012

Laxasetur Íslands – upplýsinga- og fræðslusetur á Blönduósi

700.000 kr. styrkur til uppsetningar sýningar um laxfiska.

Náttúrustofa Norðausturlands

400.000 kr. styrkur til verkefnisins: Börn, foreldrar og náttúra í Vatnajökulsþjóðgarði. 

Íþróttasamband fatlaðra

250.000 kr. styrkur vegna þátttöku í Ólympíumóti fatlaðra sumarið 2012

Margrét Sveinbjörnsdóttir

250.000 kr. styrkur til verkefnisins: Söguganga með Öxará á slóðir virkjunar, upplýsingaskilti og greinaskrif.

Félag áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði

250.000 kr. styrkur til leikgerðar Hrafnkelssögu.

Listasafn Árnesinga

250.000 kr. styrkur vegna sýningardagskrár safnsins árið 2012

Tónlistarhátíðin Bergmál

200.000 kr. styrkur til tónlistarhátíðar á Dalvík sumarið 2012

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

200.000 kr. styrkur vegna söngdagskrár í Húnavatnssýslu

Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra

200.000 kr. styrkur til menntunarsjóðs félagsins

Sumartónleikar við Mývatn

200.000 kr. styrkur til tónlistarflutnings í kirkjunum í Mývatnssveit sumarið 2012

Verkiðn – Skills Iceland

200.000 kr. vegna Íslandsmóts iðn- og verkgreina 2012

Menningarfélagið Hof

200.000 kr. til kórahátíðar á Norðausturlandi haustið 2012

Alberto Porro Carmona

200.000 kr. til verkefnisins „Listin að leika“, rafrænt námsefni í tónlist fyrir börn

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands

150.000 kr. í tengslum við íslenska söguþingið

GAIA félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum

50.000 kr. til verkefnisins Grænir dagar 2012

Fréttasafn Prenta