Frétt

Auglýsing Landsvirkjunar vinnur til verðlauna hjá FÍT

23. mars 2012

FIT-verdlaun


Mun rokið okkar loks gera gagn“ var birt síðastliðið sumar á já.is en hönnunin þykir afar nýstárleg. Auglýsingin var unnin af auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks í nánu samstarfi við starfsmenn samskiptasviðs Landsvirkjunar.

Auglýsingar og viðburðir Landsvirkjunar hafa greinilega vakið jákvæða athygli en á nýlegri verðlaunaathöfn Lúðursins - íslensku auglýsingaverðlaunanna voru auglýsingar og viðburðir hannaðir fyrir Landsvirkjun tilnefndir til verðlauna. Framleiðendur voru Jónsson & Le´macks og Gagarín sem hlutu tilnefningar í eftirfarandi flokkum:

  • Ásýnd fyrirtækis eða vörumerki
  • Stafrænar auglýsingar - vefauglýsingar - "Mun rokið gera gagn" á Já.is
  • Viðburður - Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð 

Félag íslenskra teiknara, fagfélag grafískra hönnuða og myndskreyta, hefur staðið að FÍT-verðlaununum í yfir tíu ár. Verðlaunin voru veitt þann 21. mars í þeim tilgangi að vekja athygli á grafískri hönnun og benda á mikilvægt framlag grafískra hönnuða í auglýsingum og markaðsstarfi á Íslandi.

ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa stendur fyrir Íslensku auglýsingaverðlaununum sem afhent voru þann 24 febrúar síðastliðinn. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Landsvirkjun óskar samstarfsaðilum sínum og starfsfólki fyrirtækisins hjartanlega til hamingju.

Fréttasafn Prenta