Frétt

Landsvirkjun samþykkir samning við Fjarðaál (Alcoa)

10. janúar 2003

Jafnframt fól stjórnin stjórnarformanni og forstjóra að undirrita sameiginlega rafmagnssamninginn. Samþykkt stjórnarinnar var gerð með fyrirvara um eftirtalin atriði:

  • Að eigendur Landsvirkjunar samþykki að ábyrgjast lántökur Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.
  • Að samningar takist við Impregilo S.p.A. um byggingaframkvæmdir Kárahnjúkastíflu og jarðgangagerð Kárahnjúkavirkjunar.
  • Að ljóst sé að úrskurður ESA vegna rafmagnssamnings við Fjarðaál verði Lands­virkjun í hag.
  • Að fyrir liggi á Alþingi stjórnarfrumvarp til heimildarlaga vegna byggingar álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Stjórnin samþykkti tillöguna með 6 atkvæðum en Helgi Hjörvar, einn þriggja fulltrúa Reykjavíkurborgar greiddi atkvæði á móti. Hann lagði fram bókun til að gera grein fyrir atkvæði sínu. Hið sama gerði Edda Rós Karlsdóttir, einn fulltrúa ríkisins í stjórninni.

 

Fréttasafn Prenta