Frétt

Landsvirkjun kaupir hlut Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar og Orkuveitu Húsavíkur í Þeistareykjum ehf.

30. mars 2012

Landsvirkjun og Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Landsvirkjunar á 0,087% hlut félagsins í Þeistareykjum ehf.   Einnig hefur verið gengið frá samkomulagi við Orkuveitu Húsavíkur ohf. um kaup á 3,2% hlut þeirra í félaginu.  Fyrir hlutina greiddi Landsvirkjun samanlagt kr. 201.202.856,-.

Eftir kaupin fer Landsvirkjun með allt hlutafé (100%) í Þeistareykjum ehf.  

Þeistareykir ehf. hafa frá stofnun félagsins árið 1999 staðið að borunum og rannsóknum til hagnýtingar á orku úr jörðinni Þeistareykjum í Þingeyjarsveit. Rannsóknum og undirbúningi að jarðhitavirkjun hefur miðað vel á síðustu árum.

Á svæðinu er gert ráð fyrir allt að 200 MW jarðhitavirkjun samkvæmt fyrirliggjandi mati á umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir að virkjað verði í áföngum en þegar hefur verið aflað gufu fyrir einni vélasamstæðu. Verkhönnun er lokið og samið hefur verið við verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís um útboðshönnun, útboðsgagnagerð og lokahönnun en ekki hefur verið tekin ákvörðun um tímasetningu á framkvæmdum.

Fréttasafn Prenta