Frétt

Arður í orku framtíðar

10. apríl 2012

 

Eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum hefur aukist verulega. Landsvirkjun hefur gert umfangsmikla greiningu á þeim tækifærum sem þessar breytingar skapa fyrir fyrirtækið og eigendur þess.

Niðurstöðurnar gefa til kynna áhugaverð tækifæri með uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar og útflutningi um sæstreng. Einnig hafa komið fram möguleikar á að auka orkuvinnslu fyrirtækisins með endurbótum á núverandi virkjunum og nýjum orkugjöfum.

  • Hver er sérstaða Íslands á alþjóðlegum raforkumörkuðum?
  • Hver yrðu áhrif sæstrengs á íslenskt samfélag?
  • Hverjir eru fjármögnunarmöguleikar Landsvirkjunar við breyttar markaðsaðstæður?

Landsvirkjun býður öllum áhugasömum til kynningar og opinnar umræðu um þau tækifæri sem fyrirtækið stendur frammi fyrir og árangur ársins 2011. Nýútgefinni ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2011, ásamt umhverfisskýrslu Landsvirkjunar 2011, verður dreift á fundinum.

 

Dagskrá
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra
Ávarp

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður
Ábyrgir stjórnarhættir

Hörður Arnarson, forstjóri

Árangur og áskoranir

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Rekstrarniðurstöður 2011

Spurningar og umræður

Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri
 

Fundurinn er opinn og allir velkomnir.

Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins, sem er í eigu íslensku þjóðarinnar.

Fundurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu Landsvirkjunar á eftirfarandi slóð: http://www.landsvirkjun.is/um-landsvirkjun/vidburdir/arsfundur/2012/webcast

 

Fréttasafn Prenta