Frétt

Niðurstaða eigendanefndar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar

7. janúar 2003

Starf nefndarinnar beindist einkum að rekstrarlegum forsendum og tók ekki tillit til þjóðhagslegra áhrifa. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að aðferðafræði Landsvirkjunar við arðsemismatið verði að teljast fagleg og eðlilegt sé að beita þeim í þessu verkefni.

Einnig telur nefndin arðsemismat Landsvirkjunar vel rökstutt. Í niðurstöðunum segir að það sé hins vegar eigenda fyrirtækisins að ákveða hvort metin arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé fullnægjandi, að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem felst í verkefninu og annarra þeirra þátta sem þeir telja mikilvæga.

Niðurstöðuna má kynna sér í heild í eftirfarandi fylgiskjali.

Viðhengi:
Greinargerð til eigenda

 

Fréttasafn Prenta