Frétt

Fjármögnunarsamningur Landsvirkjunar hlýtur viðurkenningu

18. apríl 2012

Trade-finance_deal-of-the-yearLandsvirkjun hlýtur viðurkenninguna fyrir verktakafjármögnun (e. ECA backed financing) sem félagið gerði vegna verksamnings um framleiðslu og uppsetningu á véla- og rafbúnaði Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn hljóðaði upp á um 45 milljónir Bandaríkjadala.

Trade Finance Magazine, sem er hluti af Euromoney, veitir viðurkenninguna og bar dómnefnd saman fjármögnunarsamninga sem gerðir voru í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku á árinu 2011. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að það hafi vakið athygli að á sama tíma og lausafjárvandræði væru á fjármálamörkuðum í Evrópu hafi Landsvirkjun tekist að tryggja fjármögnun til mjög langs tíma eða til allt að 21 árs.

 

 

 

Fréttasafn Prenta