Frétt

Landsvirkjun greiðir 1,8 milljarða króna í arð fyrir 2011

18. apríl 2012

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,8 milljarðar króna (14,7 milljónir bandaríkjadala) fyrir árið 2011. Landsvirkjun greiddi síðast arð til eigenda árið 2008.

Stjórn Landsvirkjunar endurkjörin - Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður


Á aðalfundinum var tillaga fjármálaráðherra samþykkt um endurkjör aðalmanna og varamanna í stjórn Landsvirkjunar.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar  eru því: Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur við Umhverfisstofnun, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Reykjavík Capital og Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Magnús Árni Magnússon, hagfræðingur, Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður, Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi og Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund var Bryndís Hlöðversdóttir endurkjörin formaður stjórnar og  Sigurbjörg Gísladóttir varaformaður.

Nýútgefna ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2011 má finna á landsvirkjun.is
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2011

Fréttasafn Prenta