Frétt

Landsvirkjun dregur úr fjárhagslegri áhættu

30. apríl 2012

Landsvirkjun hefur skrifað undir samninga við Norræna fjárfestingarbankann um að skuldbreyta tveimur lánum hjá bankanum úr evrum, á breytilegum vöxtum, yfir í Bandaríkjadal á föstum vöxtum. Lánin voru annars vegar tekin 2004 með gjalddaga 2019 og hins vegar 2006 með gjalddaga 2028. Lánin tvö voru að fjárhæð 70 milljónir evra hvort, samtals 140 milljónir evra, en eftir skuldbreytinguna verða þau að fjárhæð um 92 milljónir Bandaríkjadala hvort, samtals um 184 milljónir Bandaríkjadala.

Ávinningur Landsvirkjunar með skuldbreytingunni er tvíþættur. Annars vegar er dregið úr fjárhagslegri áhættu vegna mögulegra breytinga á gengi evru gagnvart starfsrækslugjaldmynt félagsins, Bandaríkjadal. Hins vegar er hlutfall breytilegra vaxta í lánasafninu lækkað og dregið úr vaxtaáhættu félagsins.

Við skuldbreytinguna lækkar hlutfall evru í vaxtaberandi langtímaskuldum Landsvirkjunar úr 38% í 31% en á sama tíma hækkar hlutfall Bandaríkjadals úr 42% í 49%. Þá hækkar hlutfall lána á föstum vöxtum úr 27% í 34%.

Kokurit

 Mynd miðast við stöðu 31.12.2011

 

Fréttasafn Prenta