Frétt

Frágangur vinnusvæða við Kárahnjúkavirkjun

8. júní 2012

Virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar nær yfir mikið landsvæði og  var ekki hjá því komist að raska víða landi við framkvæmdina.  Síðan virkjunin var gangsett árið 2007 hefur verið unnið að frágangi svæðisins með það að markmiði að frágangssvæðin myndu að nokkrum árum liðnum ekki vera greind frá umhverfi sínu.

Í meðfylgjandi skýrslu er fjallað um frágang vinnusvæða, haugsvæða, vega og slóða sem og annara svæða sem gengið var frá að loknum framkvæmdatíma.  Með fjölda ljósmynda er sýnt  hvernig svæði sem raskað var litu út fyrir framkvæmdir, á framkvæmdatíma og að loknum frágangi.  Eftir standa lón og stíflur ásamt vegum en þeir eru nú orðnir hluti af þjóðvegakerfinu og skapa meðal annars greiða leið úr Fljótsdal að norðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Að endingu fjallar skýrslan um það umfangsmikla verk sem sumarvinnuflokkar Landsvirkjunar hafa unnið að síðastliðin þrjú sumur og verður fram haldið sumarið 2012 en á bilinu 20 til 30 ungmenni hafa unnið að því að hreinsa rusl á Fljótsdalshéraði sem barst frá virkjunarsvæðinu á framkvæmdatíma.

Kárahnjúkavirkjun - frágangur vinnusvæða

Fréttasafn Prenta