Frétt

Sýning skátahreyfingarinnar „Undraland –Minningar frá Úlfljótsvatni“ opnar í Ljósafossstöð

18. júní 2012

skatarÍ tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi hafa skátar tekið höndum saman með Landsvirkjun um uppsetningu á sýningunni Undraland -Minningar frá Úlfljótsvatni, sem tileinkuð er starfsemi skáta á Úlfljótsvatni.  Á sýningunni gefst gestum kostur á að skyggnast inn í ævintýraheim skáta við Úlfljótsvatn og þess fjölbreytta starfs sem þar fer fram.

Sýningin opnaði laugardaginn 16. júní síðastliðinn en mættir voru skátar og aðrir góðir gestir. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, flutti ávarp fyrir hönd fyrirtækisins en í kjölfar opnunarinnar var boðsgestum boðið í skátakakó í Gilwell-skálanum.

Fréttasafn Prenta