Frétt

Níu verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar

26. júní 2012

Vísindavefur Háskóla Íslands hlaut hæsta styrkinn að þessu sinni, eða 1.200.000 krónur. Styrkurinn nýtist til miðlunar fróðleiks um vísindi til almennings og aukinnar fræðslu um orkumál.

Annar hæsti styrkurinn, 1.000.000 króna, kom í hlut Bandalags íslenskra skáta til uppsetningar á sögusýningu í Ljósafossstöð í sumar. Tilefnið er 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar og er sýningin tileinkuð Úlfljótsvatni og ber yfirskriftina UNDRALAND - minningar frá Úlfljótsvatni.

Þá hlaut Hönnunarverksmiðjan 500.000 króna styrk til uppsetningar tæknismiðju á Húsavík. Tæknismiðjan verður aðstaða fyrir menntastofnanir og íbúa á svæðinu til að tileinka sér nútímatækni í tengslum við framleiðslu og hönnun.

Upplýsingar um aðra styrkþega má nálgast hér:
http://www.landsvirkjun.is/samfelagssjodur/uthlutanir/nr/1614

Úthlutað er úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar ársfjórðungslega. Næst verður úthlutað úr sjóðnum í september 2012 og er umsóknarfrestur til 25. ágúst.

Fréttasafn Prenta