Frétt

Stjórn Landsvirkjunar samþykkir samninga við Impregilo

7. febrúar 2003

Samningar um verkin verða undirritaðir í kjölfarið af undirritun orkusölusamnings Landsvirkjunar og Alcoa í mars.

  • Samningurinn við Impregilo er í samræmi við tilboð verktakans í framkvæmdirnar.
  • Í heild er samningsupphæðin svipuð tilboði Impregilo að teknu tilliti til breytinga, aukaverka og aðlögunar ýmissa atriða bæði til hækkunar og lækkunar.  Heildarupphæð samningsins er af stærðargráðunni 38 milljarðar án virðisaukaskatts.
  • Landsvirkjun tekur frávikstilboðum sem fela í sér að notaðar verða þrjár gangaborvélar í stað tveggja og að gerð verða víðari göng fyrir framhjárennsli Jöklu á stíflustæðinu á framkvæmdatíma.
  • Samið hefur verið um að víkka aðrennslisgöngin um 0,4 metra úr 6,8 - 7,2 m þvermáli í 7,2 - 7,6 metra.  Með því móti fæst aukin og hagkvæm orkugeta sem fellur að þörfum álvers Fjarðaáls.
  • Í samningana hafa verið sett inn ákvæði sem styrkja enn betur en útboðsgögnin að farið verði í öllu að íslenskum kjarasamningum og vinnulöggjöf.
  • Samið hefur verið um að Impregilo vinni sem aukaverk heilboraðan hluta veituganga fyrir Jökulsá í Fljótsdal yfir í aðveitugöngin, samtals tæpl. 10 km af um 14 km veitugöngum.  Samningsupphæðin er rúmir 3,5 milljarðar króna.
  • Impregilo hefur framkvæmdir í lok mars eða byrjun apríl.  Borvélarnar koma til landsins í lok ársins.

 

Fréttasafn Prenta