Frétt

Blöndulón á yfirfall

10. ágúst 2012

 

blandaBlöndulón hefur nú náð yfirfallshæð en innrennsli Blöndu hefur tvöfaldast í hita síðustu daga. Vindur hefur verið nokkuð stífur og flýtir það mikið fyrir bráðnun jökla.

Undanfarin ár hefur Blanda farið á yfirfall í fyrri hluta ágústmánaðar en hægt er að fylgjast með lónhæð og yfirfalli á heimasíðu Landsvirkjunar. Haft hefur verið samband við veiðimenn og aðra hagsmunaaðila sökum þessa árvissa viðburðar.

 

 

Fréttasafn Prenta