Frétt

Heimildamynd um byggingu Kárahnjúkavirkjunar

31. janúar 2003

Landsvirkjun hyggst velja 5 til 7 aðila úr umsækjendahópnum og óska eftir að þeir útfæri hugmyndir sínar nánar og geri grein fyrir kostnaði.

Um er að ræða gerð heimildarmynda til sýningar með reglulegu millibili í sjónvarpi á framkvæmdatímanum sem stendur frá vori 2003 til ársloka 2007. Myndefnið verður einnig notað á vef, sem fréttaefni til fjölmiðla og til kynningar á sýningum bæði sem hreyfimyndir og prentað efni.

Viðkomandi þarf að geta kvikmyndað á stafrænu formi, Digital betacam, og með möguleika á DV stafrænum upptökum til uppfyllingar. Hann þarf jafnframt að ráða yfir búnaði til úrvinnslu á efninu.

Úrvinnsla á umsóknum er unnin í samstarfi við Framleiðendafélagið SÍK.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Sýn kvikmyndagerðarmannsins á verkið í stuttu máli (hálf síða).
  • Ferilskrá s.s. menntun og reynsla umsækjanda.
  • Reynsla af sambærilegum verkum, ásamt sýnishornum af fyrri verkum.
  • Lýsing á hvernig umsækjandi hyggst standa að kvikmyndatökunni.
  • Lýsing á tæknilegri getu til að vinna verkið.

Umsóknir sendist til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Merkt ,,Kvikmyndagerð". Umsóknarfrestur er til föstudagsins 14. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi í síma 515 9000, thorsteinn hjá lv.is. Svörin við þeim spurningum sem berast verða birt hér á þessari vefsíðu.

Viðhengi
Auglýsing um kvikmyndagerðina

 

Fréttasafn Prenta