Frétt

Undirbúningsframkvæmdir við Bjarnarflag

5. október 2012

 

Landsvirkjun hefur á undangengnum árum unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum og rannsóknum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Gert er ráð fyrir að 45 MW virkjun í Bjarnarflagi eða á Þeistareykjum verði fyrsta skref í hægfara uppbyggingu sjálfbærrar jarðvarmavinnslu á Norðausturlandi.

Undirbúningur miðar að því að hægt sé að ráðast í framkvæmdir með stuttum fyrirvara annaðhvort í Bjarnarflagi eða á Þeistareykjum. Stjórn Landsvirkjunar hefur ekki tekið ákvörðun um hvenær virkjunarframkvæmdir hefjist.

 

Undirbúningsframkvæmdir við Bjarnarflag

Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun á stöðvarhússlóð fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar og gerð vegar inn á lóðina samsíða Námafjalli þann 24. júní 2012.  Málið var tekið fyrir á 41. fundi sveitastjórnar Skútustaðarhrepps þann 30. ágúst 2012 og voru framkvæmdirnar samþykktar af sveitastjórn.

Sjá fundargerðir sveitastjórnar Skútustaðahrepps á eftirfarandi vefslóð: http://www.myv.is/stjornsyslan/fundargerdir/

Landsvirkjun sótti einnig um byggingarleyfi fyrir gerð vinnubúða á eigin landssvæði sem staðsettar verða á fyrrum lóð Kísiliðjunnar hf. Stöðuleyfi vegna vinnubúðanna var veitt af Skútustaðahreppi í desember 2011 og byggingarleyfi af Norðurþingi  í maí 2012.

 

Fréttasafn Prenta