Frétt

Úrskurður um Norðlingaveitu kemur á óvart

30. janúar 2003

Ljóst er að það er verulega óhagkvæmara að færa lónið neðar; orkugetan minnkar og rekstrarkostnaðurinn og stofnkostnaður á orkueiningu hækkar.

Á þessari stundu er ekki hægt að svara þeirri spurningu hvort breytt útfærsla sé nægilega arðsöm og viðbótarrannsóknir þurfa að fara fram á svæðinu í sumar.  Þetta þýðir að varla verður hægt að bregðast við óskum Norðuráls fyrr en í haust.

Augljóst er því að þessi útfærsla sem ákveðin er í úrskurðinum tefur verkefnið þannig að framkvæmdir, bæði við virkjanir og stækkun álversins á Grundartanga, myndu falla saman við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði.

 

Fréttasafn Prenta