Frétt

Landsvirkjun styrkir verkefni á sviði umhverfisbóta

12. júní 2001

Markmið þessa samstarfs er að efla rannsóknir á sviði umhverfisbóta. Verkefnin sem Landsvirkjun styrkir á þessu ári eru:

  • Landbót
  • Kolefnisbinding
  • Uppgræðsla á virkjanasvæðum
  • Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti

Landbót

Verkefnið Landbót hófst 1999 er það fékk styrk úr Markáætlun Rannís. Meginþungi rannsóknanna er á Geitasandi á Rangárvöllum. Þar eru mismikil inngrip við uppbyggingu vistkerfa prófuð í 40 tilraunareitum sem hver um sig er 1 ha á stærð (10 meðferðir og fjórar endurtekningar af hverri). Upphafsástand hefur verið metið og mismunandi uppgræðsluaðferðir, svo sem sáning grasa, lúpínu, innlendra belgjurta og gróðursetning trjáa, verða reyndar. Sáð var í fyrstu tilraunareitina haustið 1999 og frumárangur þeirra sáninga hefur verið metinn en sáð/gróðursett verður í þá tilraunareiti sem eftir eru árið 2001. Gert er ráð fyrir að mælingar verði endurteknar árlega næstu árin. Má gera ráð fyrir að þær gefi m.a. upplýsingar um áhrif mismunandi uppgræðsluaðgerða á framvindu vistkerfa og ný tist vel við þróun mælistika fyrir mat á á rangri aðgerða.

Geitasandur
Frá Geitasandi á Rangárvöllum, þar sem tilraunir fara fram.

Verkefnið Landbót er ekki síst hugsað til þess að auka möguleika ungra vísindamanna á fjölbreyttum námsverkefnum sem snúa að áhrifum skógræktar og landgræðslu á mismunandi vistkerfi. Þrjú námsverkefni hafa verið styrkt af Landsvirkjun og eru tvö M.Sc. verkefni kynnt frekar hér.

Áhrif skógræktar og landgræðslu á lífríki jarðvegs

Í jarðveginum er fjöldi lífvera sem brýtur niður lífræn efni. Þessar lífverur eru forsenda þess að unnt sé að byggja upp fjölbreytt og sjálfbær vistkerfi. Markmið þessa námsverkefnis var að athuga áhrif mismunandi uppgræðsluaðgerða á lífríki jarðvegs. Valin voru svæði í grennd við Gunnarsholt á Rangárvöllum sem höfðu verið grædd með birki, lúpínu og grasi. Nálægt hverju svæði voru valdir viðmiðunarreitir þar sem landið hafði ekki verið grætt upp.

Sumarið 2000 var dýrum úr jarðvegi safnað og niðurbrotsvirkni í jarðveginum metin. Úrvinnslu á þessum niðurstöðum er að mestu leyti lokið.

Búið er að greina jarðvegsdýrin til fjölskyldna og voru stökkskottur og brynjumítlar algengustu hóparnir sem fundust í sýnunum. Brynjumítlarnir voru sérstaklega áberandi í grónu birkilendi en stökkskotturnar voru áberandi í lúpínubreiðunni. Verkefnið er námsverkefni Eddu S. Oddsdóttur.

Skordýr
Brynjumítlar og stökkskottur voru algengar í sýnunum.

Landnám innlendra tegunda á uppgræðslusvæðum

Lykillinn að vel heppnaðri landgræðslu felst í því að vinna bug á þeim þáttum sem hamla gróðurframvindu, en hún er m.a. háð því að innlendar tegundir nemi land og dafni. Markmið þessa verkefnis er að bæta skilning á þeim þáttum sem hafa áhrif á landnám innlendra tegunda á uppgræðslusvæðum. Meðal annars er skoðað hvað einkennir örugg set fyrir nokkrar algengar tegundir og hvaða áhrif uppgræðsluaðgerðir hafa á landnám innlendra tegunda. Einnig er lýst einkennum gróðurfars og dreifingu öruggra seta á mismunandi stigum uppgræðslu.

Gögnum var safnað sumarið 2000 á Hólum í Rangárvallasýslu en þar er að finna misgamlar uppgræðslur með þekkta sögu. Uppgræðsluaðgerðirnar þar fólust í dreifingu á burðar, bæði tilbúnum- og húsdýraáburði og landið hefur verið nýtt til sauðfjárbeitar. Landnám fræplantna var mest á 2 ára uppgræðslusvæði en minni á óábornu viðmiðunarsvæði og á 11 ára uppgræðslu þar sem gróðurþekjan var komin yfir 90%. Í öllum tilvikum var þéttleiki fræplantna um eða yfir 100 plöntur/m2 , mest var af blómplöntum eins og t.d. Cerastium sp . (fræhyrnutegundum) og Thymus praecox (blóðbergi). Verkefnið er námsverkefni Ásrúnar Elmarsdóttur.

Rannsóknir á uppbyggingu vistkerfa á virkjanasvæðum

Í tengslum við Landbótarverkefnið er unnið að rannsóknum í nágrenni virkjana á hálendinu. Tilgangurinn var að bera saman mismunandi leiðir við að byggja upp vistkerfi á illa förnu landi og ákvarða á hrif mismunandi aðgerða á lífríki svæðanna.

Landnám og notkun innlendra plöntutegunda í landgræðslu

Landbótaverkefnið tengist öðrum rannsóknum Landgræðslunnar á landnámi og notkun innlendra plöntutegunda í landgræðslu, þ.á.m. rannsóknum á innlendum víðitegundum sem staðið hafa yfir undanfarin ár, styrkt af Tæknisjóði Rannís og Framleiðnisjóði. Sumarið 2000 voru lagðar út einfaldar tilraunir, þar sem sprotar af loðvíði og gulvíði voru klipptir og þeim stungið við mismunandi aðstæður. Fjórar slíkar tilraunir voru lagðar út í samstarfi við starfsfólk Landsvirkjunar og með aðstoð unglingavinnuhópa frá fyrirtækinu; tvær á Sigöldu-Hrauneyjarfosssvæðinu, ein við Kröflu og ein á Hólasandi í S-Þing. Tilraunirnar voru lagðar út í seint í júní, sem er heldur seinna en æskilegt er.

Víðibrúskar við Hrauneyjar
Víðibrúskar við Hrauneyjafoss

Jarðvegslíf

Smádýr og jarðvegsörverur gegna mikilvægu hlutverki í næringarefnahringrás vistkerfa, fæðu ýmissa dýra og lífbreytileika hvers vistkerfis. Þessir hópar eru því nauðsynlegir til að byggja upp frjósöm og fjölbreytt vistkerfi.

Áhrif mismunandi landgræðsluaðgerða á smádýralíf og jarðvegsörverur voru rannsökuð við Hrauneyjar og á Hólasandi. Á hvoru svæð i var borið saman uppgrætt og óuppgrætt svæði. Í Hrauneyjum var uppgrædda svæðið vaxið víðibrúskum en á Hólasandi hafði verið grætt upp með lúpínu. Á báðum stöðum var óuppgrædda svæðið blásinn melur.

Virkni jarðvegörvera var mæld og jarðvegssýni tekin til rannsókna á jarðvegsdýrum. Auk þess var skordýrum safnaði í gildrur við Hrauneyjar.

Niðurstöður

Lokið er mælingu á virkni jarðvegsörvera. Niðurstöðurnar sýna mjög mikinn mun á niðurbrotshraða efna í uppgræddum og óuppgræddum reitum í öllum mælidýptum. Gildir það jafnt um Hrauneyjar og Hólasand. Úrvinnsla dýra úr jarðvegssýnum er hafin og liggja fyrstu niðurstöður fyrir. Þar má einnig sjá mikinn mun á uppgræddu og óuppgræddu landi.

Rannsóknir á jarðvegi á virkjanasvæðum sunnanlands

Undirstaða landgræðslu og endurheimt vistkerfa á ógrónum svæðum felst í skilningi á þeim efniviði sem unnið er með, svo sem á gróðri, lífverum og jarðvegi. Rannsóknir sumarsins 2000 miðuðu við að afla grunnupplýsinga um jarðveg á virkjanasvæðunum við Hrauneyjarfoss og Sigöldu.

JarðvegssniðTekin voru nokkur snið á svæðinu, sem spönnuðu kerfi sem voru misvel gróin upp, m.a. svæði sem notuð eru til víðitilrauna og landgræðslu. Sniðunum var lýst nákvæmlega samkvæmt stöðluðum aðferðum og sýni tekin úr öllum jarðvegslögum. Helstu jarðvegseinkenni verða greind í þessum sýnum, svo sem kolefni, sýrustig, nitur, magn leirefna, jónrýmd, vatnsrými, o.fl. Þegar er lokið nokkrum af þessum greiningum.

Rannsóknirnar leiða m.a. í ljós gríðarlegan áfokshraða á svæðinu, þar sem gamalt malarlag á yfirborði hefur grafist undir áfok sem safnast í gróður á uppgræðslusvæðum. Vatnsmælingarnar sýna hættu á þornun jarðvegsins, en leirinnihald og kolefni hve hratt jarðvegurinn þróast í átt til þroskaðs vistkerfis sem stendur undir frjósömu gróðurlendi. Þessar upplýsingar verða bornar saman við aldur uppgræðslanna, sem og aðrar rannsóknir til að meta nauðsyn á inngripum í gróðurframvindu, aðferðir o.fl.

Á næsta ári verður m.a. kannaður jarðvegur í og utan við víðbrúska við Hrauneyjafoss. Það er mjög spennandi verkefni, m.a. að sjá á hvern hátt víðirinn hefur breytt jarðveginum.

Kolefnisrannsóknir

Unnið var að rannsóknum á bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi á landgræðslu- og skógræktarsvæðum, m.a. á virkjanasvæðum á Suðurlandi. Rannsóknirnar eru nauðsynlegur þáttur í að gera landgræðslu að fullgildri leið til að binda kolefni til mótvægis við losun koltvísý rings auk þess að kvarða kolefnisbindingu nýskógræktar sem þegar hefur verið viðukennd sem bindileið. Rannsóknirnar miða meðal annars að því að kanna áhrif mismunandi uppgræðslu- og skógræktaraðferða og umhverfisaðstæðna á bindihraðann.

Reynt er að kanna hvaða þættir hafa mest áhrif á uppsöfnunina og/eða hvaða auðmælanlegar mælistærðir skýra hana svo að hægt verði að þróa aðferðir til að gera mælingar og eftirlit mögulegt í tengslum við bindingu kolefnis sem víðast um landið.

Rannsakaður er m.a. breytileiki í rúmþyngd jarð vegsins, sem hefur mikil áhrif á niðurstöður fyrir bindihraða jarðvegs, breytileika á milli jarðvegsgerða og innan svæða, og fundinn meðalstuðull sem notaður er þegar litlar upplýsingar eru til fyrir landgræðslusvæði.

Gróðurþáttur rannsóknanna snýr að því hversu mikið kolefni er bundið í mismunandi hlutum gróðursins, auk þess sem gerðar eru mælingar á gróðurfari til að fá hugmynd um áhrif aðgerðanna á uppbyggingu og/eða varðveislu líffjölbreytileika og framvindu uppgræðslu- og skógræktarsvæða. Sumarið 2000 var unnið á uppgræðslusvæðum á Norður-, Austur- og Suðurlandi og skógræktarsvæðum á Norður- og Austurlandi. Sýnavinnsla er langt komin og verður fljótlega hægt að hefja úrvinnslu gagna af fullum krafti.

Þrátt fyrir tímasetninguna og óhagstætt veðurfar á tilraunasvæðunum, einkum á Norðurlandi, náði hluti sprotanna að ræta sig. Þegar á stand plantnanna var kannað í september og október var 52% sprotanna í Kröflu, 42% sprotanna á Hólasandi og 51% sprotanna á Sigöldusvæðinu lifandi. Allmargar plöntur höfðu vaxið talsvert um sumarið þó vaxtartíminn hafi aðeins verið rúmir tveir mánuðir eftir að sprotunum var stungið. Varasamt er þó að draga miklar ályktanir af þessum tilraunum fyrr en að vori því vetrarafföll geta verið mikil við okkar aðstæður vegna frostlyftingar og kals. Ástand plantnanna í tilraununum verður metið aftur sumarið 2001og síðar ef þurfa þykir. Ætla má að niðurstöður þessara rannsókna nýtist við uppgræðslu og landbætur bæði á láglendi og hálendi, meðal annars þar stefnt er að því að styrkja gróður til þess að standast sandfok.

Fréttasafn Prenta