Frétt

Miðlunarforði Landsvirkjunar aðgengilegur á vefnum

10. febrúar 2003

Vatnshæðarritin á vefnum sýna upplýsingar um vatnshæðir sem teknar eru beint úr gagnagrunnum Landsvirkjunar. Hægt er að skoða vatnshæðir í Blöndulóni, Þórisvatni og Hágöngulóni og einnig má sjá upplýsingar um miðlunarforða Landsvirkjunar.

Á ritunum sem sýna vatnshæðirnar í einstökum lónum sést vatnsæðin í metrum og vatnsmagnið í gígalítrum. Á ritinu sem sýnir miðlunarforðann kemur fram að heildarmiðlunarforði Landsvirkjunar er 2.308 gígalítrar. Til fróðleiks má geta þess að einn gígalítri er 1.000.000.000 lítrar sem samsvara 1.000.000 rúmmetrum.

Í miðlunarforðanum kemur saman vatnsmagnið úr fimm lónunum; Sultartangalóni, Blöndulóni, Þórisvatni, Hágöngulóni og Krókslóni. Í heildarvatnsforðanum er ekki tekið tillit til ýmissa smærri lóna eins og t.d. Hrauneyjalóns, Bjarnarlóns og lónanna í Kvíslaveitu.

 

Fréttasafn Prenta