Frétt

Ákveðið að ganga til samninga við Norðurál um orkuöflun

25. febrúar 2003

Landsvirkjun hefur að undanförnu skoðað úrskurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaöldu með tilliti til arðsemi verkefnisins.

Fyrstu niðurstöður eru jákvæðar og því hefur verið ákveðið að hefja strax framhaldsviðræður við Norðurál um orkuöflun vegna stækkunar álversins á Grundartanga.  Jafnframt halda áfram viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, en ætlunin er að orkuöflun vegna stækkunar álvers Norðuráls verði samstarfsverkefni orkufyrirtækjanna þriggja.

Mikilvægt er að flýta þessum framkvæmdum eins og kostur er til að hægt sé að dreifa fyrirhuguðum stóriðjuverkefnum og koma í veg fyrir of mikið framkvæmdaálag á árunum 2005 og 2006.

Vegna þeirra breytinga, sem gera þarf á veitunni í samræmi við úrskurð setts umhverfisráðherra er nauðsynlegt að frekari rannsóknir eigi sér stað í sumar. Þess er þó vænst að flýta megi útboðum, þannig að verklegar framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

 

Fréttasafn Prenta