Frétt

Raforkusamningur við Alcoa í höfn

13. desember 2002

Í fréttatilkynningu sem Alcoa, Iðnaðarráðuneytið, Landsvirkjun, Fjarðabyggð og Hafnarsjóður Fjarðabyggðar sendu frá sér í dag kemur fram að á sama tíma hafi verið lokið vinnu við samninga á milli Alcoa, ríkisins, Fjarðabyggðar og Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.

Lögfræðingar aðila munu yfirfara samningstexta og verða samningarnir áritaðir fyrir áramót.

Raforkusamningurinn verður lagður fyrir stjórnir fyrirtækjanna til staðfestingar. Iðnaðarráðherra mun leggja fram heimildarfrumvarp vegna samninganna þegar Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi. Jafnframt verða samningar sem Fjarðabyggð er aðili að teknir til afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum þar.

Álverinu er ætlað að hefja framleiðslu árið 2007.

Fréttasafn Prenta