Einnig voru sýnd veggspjöld um rannsóknavinnu Landsvirkjunar.
Í Ljósafossstöð komu um 250 manns saman til að hlusta á Bergþór Pálsson syngja létt lög við undirleik Davíðs Þórs Jónssonar.
Í Vatnsfellsstöð kom Rangæingakórinn í heimsókn og söng hann fyrir gesti. Góður rómur var gerður að tónleikunum og luku söngvarar lofsorði á hljómburðinn í stöðvarhúsinu. Var honum jafnað við stórar kirkjur þar sem endurómur er mikill.