Frétt

Góð afkoma Landsvirkjunar árið 2002

10. mars 2003

Handbært fé frá rekstri 2002 nam 6.432 milljónum króna samanborið við 5.542 milljónir króna á árinu 2001. Handbært fé frá rekstri eykst þannig verulega, annað árið í röð, en það hefur verið nokkuð stöðugt um árabil þrátt fyrir sveiflur í rekstrarafkomu. Ársreikningur Landsvirkjunar er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og undanfarin ár.

Helstu stærðir ársreiknings eru (í milljónum króna):


2002

2001

Rekstrartekjur

13.577

13.009

Rekstrarkostnaður:
Rekstrar-og viðhaldskostnaður

4.431

4.290

Afskriftir

5.181

5.391

Hreinn fjármagnskostnaður

(1.764)

5.167

Hagnaður (tap)

5.729

(1.839)

Eignir samtals

121.240

132.141

Skuldir

81.261

94.445

Eigið fé

39.979

37.696

Handbært fé frá rekstri

6.432

5.542

Fjárfestingar

5.175

8.377

EBITDA

9.146

8.719

Eiginfjárhlutfall

33,0%

28,5%

Arðsemi eigin fjár

14,7%

-4,9%


Meginástæða batnandi afkomu fyrirtækisins er fyrst og fremst lækkun fjármagnskostnaðar vegna gengisþróunar á árinu, en mestur hluti skulda fyrirtækisins er í erlendum gjaldmiðlum. Rekstrartekjur hækkuðu samtals um 568 milljónir króna eða 4,4%. Tekjur af sölu til almenningsrafveitna hækkuðu um 3,5% en tekjur af sölu til stóriðju hækkuðu um 5,4%. Á sama tíma hækkaði rekstrar- og viðhaldskostnaður um 141 milljónir króna, eða 3,3%. Lækkun afskrifta stafar að mestu af endurmati eigna, en reiknaður verðstuðull Landsvirkjunar var neikvæður um 7,72% á árinu 2002, sem skýrir einnig lækkun heildareigna. Reiknaðir raunvextir langtímaskulda voru neikvæðir um 2,0% á árinu, samanborið við 6,3% raunvexti á árinu 2001.

Með virkri áhættustýringu tókst á árinu 2002 að tryggja áætlaðar tekjur af raforkusölu til stóriðju, þrátt fyrir lækkandi álverð og lækkandi gengi bandaríkjadollars. Fyrirsjáanlegt er að áhættustýring muni gegn mikilvægu hlutverki í rekstri Landsvirkjunar í framtíðinni.

Helstu nýframkvæmdir á árinu tengdust Vatnsfellsvirkjun og undirbúningi Kárahnjúkavirkjunar, en auk þess var m.a. áfram unnið við stækkun Kröflustöðvar, Búrfellsstöðvar og endurnýjun Sogsstöðva, auk undirbúnings og rannsókna við aðrar fyrirhugaðar virkjanir. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 121,2 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 33%.

Ársreikningur Landsvirkjunar verður lagður fyrir ársfund fyrirtækisins 4. apríl nk.

Viðhengi:
Ársreikningur 2002

Fréttasafn Prenta