Frétt

Ný alþjóðleg viðhorf í skipulagningu og rekstri verndarsvæða og þjóðgarða

2. desember 2002

Ráðstefnugestir komu víða af landinu en frummælendur voru Einar Sveinbjörnsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Óskar Bergsson formaður samvinnunefndar um miðhálendið, Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafi hjá Alta, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri Landsvirkjunar, Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar, Skarphéðinn G. Þórisson fulltrúi Náttúruverndarsamtaka Austurlands og Davíð Egilsson forstjóri Umhverfisstofnunar.

Á ráðstefnunni sagði Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi hjá Alta frá nýjungum í verndun og skipulagningu þjóðgarða erlendis. Alta hefur jafnframt tekið saman skýrslu fyrir Landsvirkjun þar sem fjallað er um strauma og stefnur hjá Alþjóða náttúruverndarsamtökunum í verndun, skipulagningu, uppbyggingu og starfsemi verndarsvæða. Verndarsvæði verða stöðugt mikilvægari þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustu í mörgum löndum. Þar sem vel hefur tekist til hefur uppbygging verndarsvæðisins elft landbúnð og ferðaþjónustu á svæðinu. Skýrsla Halldóru er aðgengileg hér neðar á þessari síðu.

Í erindi sem Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar hélt var sagt frá þjóðgörðum í Bandaríkjunum. Sjá má glærur frá erindi hennar með því að smella á tengilinn neðar á þessari síðu.

Erindi flutt á ráðstefnunni eru aðgengileg á vef Þróunarstofu Austurlands undir liðnum ítarefni - annað.

 

Fréttasafn Prenta