Frétt

Vetni í brennidepli á sumardaginn fyrsta

10. apríl 2003

Í tilefni þess að fyrsta opinbera vetnisstöðin verður opnuð í Evrópu gengst Íslensk NýOrka fyrir tveggja daga ráðstefnu um vetni og endurnýjanlega orkugjafa dagana 24. og 25. apríl. Ráðstefnan og fyrirlestrarnir sem á henni verða haldnir snúast allir um spurninguna: Hvernig er hægt að gera vetni aðgenilegt almenningi í framtíðinni?

Stöðin sem opnuð verður þann 24. apríl mun framleiða vetni úr vatni og rafmagni, sem unnið er úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

 Vetnisstöð Íslenskrar nýorku

Vetnisstöðin í Reykjavík

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og orkusölu halda erindi um þróun þessara mála, tækifæri á þessu sviði, tæknileg málefni og stefnu fyrirtækja á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.

Íslensk NýOrka stendur fyrir ráðstefnunni, en að fyrirtækinu standa flest íslensk orkufyrirtæki auk Nýsköpunarsjóðs, Háskóla Íslands, Iðntæknistofnunar, Shell Hydrogen, DaimlerChrysler og Norsk Hydro. Markmið Íslenskrar NýOrku er að gera raunhæfar tilraunir með vetni og stunda rannsóknir jafnhliða fyrrnefndum prófunum við íslenskar aðstæður

Eitt af verkefnunum sem Íslensk NýOrka tekur þátt í nefnist ECTOS (Ecological City TranspOrt System). Eitt af meginmarkmiðum ECTOS er að fá niðurstöður sem hægt er að byggja á raunhæfar áætlanir um kostnað og aðlögun dreifikerfisins að vetni. Þrír vetnisvagnar verða settir í tilraunaakstur innan leiðakerfis Strætó haustið 2003. Vetni verður framleitt úr vatni með rafmagni frá almenna dreifikerfinu á vetniseldsneytisstöð sem opnuð verður 24. apríl 2003. Ef vel gengur munu vetnisdrifnir fólksbílarfylgja í kjölfar vagnanna og stefnt er að því að síðar verði gerðar tilraunir með skipsvélar sem einnig eru knúnar með vetni.

Fréttasafn Prenta