Frétt

Samráðsfundur Landsvirkjunar

4. apríl 2003

Samráðsfundur Landsvirkjunar 2003Á samráðsfundinum fluttu ræðu þau Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður og Friðrik Sophusson, forstjóri.

Í ávarpi sínu fjallaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra meðal annars um orkumál á Íslandi í alþjóðlegu samhengi og þátttöku íslenskra fyrirtækja í vetnisrannsóknum.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður gerði m.a. að umtalsefni sínu fjárfestingu lífeyrissjóða í Landsvirkjun. Sagði hann að kanna þyrfti hvaða tæknilegar útfærslur koma til greina við aðkomu lífeyrissjóðanna sem meðeigenda í Landsvirkjun.

Tengt efni og erindi
Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðhera
Ræða stjórnarformanns
Skýrsla forstjóra
Erindi Atla Harðarsonar
Ársskýrsla 2002

Í ræðu sinni fjallaði Friðrik Sophusson um starfsemi Landsvirkjunar á síðasta ári. Kom hann í því sambandi meðal annars að mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Sagði Friðrik að breyta þyrfti lögum um mat á umhverfisáhrifum, því komast þyrfti úr úrskurðarfarvegi í samráðsferli. ,,Í dag er framkvæmdaundirbúningu nánast eins og málflutningur í dómsmáli, þar sem framkvæmdaraðili er í hlutverki sökudólgsins".

Á fundinum hélt Atli Harðarson heimspekingur einnig erindi. Það bar yfirskriftina ,,Verðmæti, náttúruspjöll og flótti frá raunveruleikanum". Í erindi sínu sagði Atli meðal annars: ,,Ég held að í hugmyndum um verðmæti sem eru óháð hagsmunum leynist alloft krafa um að tiltekin verðmæti skuli yfir það hafin að vera vegin og metin, og þá hugsanlega fundin léttvægari en einhver önnur."

 

Fréttasafn Prenta