Frétt

Saga Film gerir heimildaþætti um Kárahnjúkavirkjun

4. apríl 2003

Alls tóku 6 fyrirtæki þátt í hugmyndasamkeppni um gerð þessara þátta. Þau voru Pegasus, Plús Film, Vatnaskil, Seylan-Kandela, Spark og Saga Film.

Nefnd sem skipuð var þeim Þorsteini Hilmarssyni, upplýsingafulltrúa, Árna Benediktssyni, verkfræðingi og Ásgeiri Eggertssyni, fjölmiðlafræðingi fór yfir tillögur fyrirtækjanna. Henni til ráðgjafar var Guðmundur Kristjánsson, stjórnarmaður í Framleiðandafélaginu  SÍK. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að mæla með því við stjórn Landsvirkjunar að gengið yrði til samninga við Saga Film.

Í umsögn nefndarinnar um umsókn Saga Film sagði:

Í tilboði Saga Film er gert ráð fyrir átta 27 mín. þáttum, auk einnar lengri heimildarmyndar sem unnin yrði í lok verkefnisins. Í hverjum 27 mín. þætti verður farið í framgang verksins á viðkomandi tímabili, auk þess sem mannlega þættinum verða gerð skil. Hver 27 mínútna þáttur hefur afmarkað þema.

Saga Film setur fram skýrar hugmyndir um textahöfund, hljóðvinnslu, tónlist, time-lapse tökur, tæknilega útfærslu, notkun á gömlu myndefni sem og varðveislu á myndefni.

 

Fréttasafn Prenta