Frétt

Drög að tillögu að matsáætlun Bjarnarflagsvirkjunar

30. apríl 2003

BjarnarflagAuk virkjunarinnar er fyrirhugað að leggja 132 kV háspennulínu, Bjarnarflagslínu 1, frá Bjarnarflagsstöð að Kröflustöð til að tengja virkjunina raforkuflutningskerfi Landsvirkjunar. Þrír staðsetningarkostir fyrir stöðvarhús og önnur mannvirki virkjunarinnar verða skoðaðir og bornir saman í matsskýrslunni. Þessir kostir eru sýndir á yfirlitskorti af Bjarnarflagi og nágrenni. Einnig má sjá núverandi raflínur. Nokkrar mismunandi útfærslur eru á legu háspennulínu út frá staðsetningarkostum virkjunar og verða þær bornar saman í matsskýrslu. Líklegt er að háspennulínan verði að hluta loftlína og að hluta jarðstrengur.

Vinna við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 er unnin samkvæmt lögum nr. 106/2000. Stuðst verður við fyrri matsskýrslu frá árinu 2000 sem unnin var samkvæmt eldri lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum (sjá kafla 1.3). Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðaði framkvæmdirnar í frekara mat 7. júní 2000 og verða úrskurðarorðin höfð til hliðsjónar í þessari matsvinnu.

Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum almennings innan þriggja vikna eða fram til 13. maí. Athugasemdir og ábendingar skulu sendar til Landsvirkjunar á netfangið asbjorgk hjá lv.is.

Drög að tillögu að matsáætlun Bjarnarflagsvirkjunar

Fréttasafn Prenta