Frétt

Myndlistarsýning í Ljósafossstöð

22. maí 2003

Þau Svandís og Gunnar Örn eru bæði starfandi myndlistarmenn á Suðurlandi. og hafa þau sýnt myndir sínar í listasöfnum og galleríum austan hafs og vestan. 

Gunnar Örn Sýnir myndir sem hann kallar Sálir. Þær eru unnar með olíu á striga og blek á pappír. Myndefnið er upprunnið úr hugleiðslu og reynir Gunnar að túlka í þeim kyrrð og víðáttu.

Myndir Svandísar eru olíumyndir. Ýmissa grasa kennir í myndefni hennar og má segja að fjöregg þjóðarinnar sé viðfangsefni hennar.

Sýningin verður opin laugardag og sunnudag (24. og 25. maí) klukkan 14:00-18:00.

Formlega verður sýningin opnuð klukkan 15:00 á laugardaginn og syngja þá þrír sunnlenskir kórar. Þetta eru Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands,  Skálholtskórinn og  Kór Flúðaskóla.

Ekkert kostar inn á sýninguna og gestum til hressingar verður boðið upp á kaffi, ávaxtadrykk og kex.


 

 

Fréttasafn Prenta