Frétt

Landsvirkjun og ríkið sýknuð af kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og fleiri

21. maí 2003

Í niðurstöðu dómsins eru taldir annmarkar á upplýsingarétti, en þó ekki svo verulegir að þeir gefi tilefni til að ómerkja úrskurð umhverfisráðherra.

Dómurinn hafnaði því að Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra hafi verið vanhæf til að kveða upp úrskurð um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Þá var ekki fallist á það með stefnendum, að Landsvirkjun hafi í matsáætlun og matsskýrslu vanrækt að gera grein fyrir öðrum virkjunarmöguleikum og bera þá saman við þann kost að virkja ekki.

Dómurinn ályktaði að umhverfisráðherra hafi ekki stuðst við ólögleg eða ómálefnaleg rök við túlkun á því hvort arðsemi og þjóðhagsleg áhrif framkvæmdar félli undir hugtakið samfélag í j-lið 3. gr. laga nr. 106/2000 og afmörkun á því hversu miklar líkur þyrftu að vera taldar á verulegum óafturkræfum umhverfisáhrifum til þess að lagst yrði gegn framkvæmd.

Dómurinn í heild sinni 2003_5_23_domur_hr_250503.pdf

Fréttasafn Prenta