Frétt

Aflstöðvar opnar almenningi

6. júní 2003

Ljósafossstöð  - Þar verður sýningin ,,Náttúra orkunnar - Orka náttúrunnar" opnuð. Kynnist umræðunni um umhverfis- og virkjunarmál síðustu missera og takið þátt í henni.

Í efri sal er náttúrustemming þar sem vatn, tjöld og tónar leika aðalhlutverkið. Hægt er að hlusta á viðtöl, ljóð, þáttabrot og upplestur sem tengjast náttúrunni, umhverfismálum og sögu stöðvanna í Soginu. Þar eru einnig svalir sem bjóða upp á útsýni yfir vélarsal gömlu Ljósafossstöðina (opnuð 1937) sem hefur gengið í gegnum miklar endurbætur síðustu ár.

Í neðri sal gefst gestum kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í umræðu um framtíðarvalkosti Íslands. Þar er einnig afþreying fyrir yngri kynslóðina, kaffi, djús og kex.

Ljósafossstöð er opin alla virka daga frá kl. 13.00–17.00 og um helgar frá kl. 13.00–18.00

Hrauneyjafossstöð - Þar er hægt að fá frábæra skoðunarferð um stöðina og upplýsingar um orkuframleiðslu Landsvirkjunar. Sýndar eru kvikmyndir frá Vatnajökulssvæðinu og frá Þjórsárverum. Í Hrauneyjafossstöð er líka veggspjalda sýning um Kárahnjúkaframkvæmdina. Hrauneyjafossstöð er opin alla daga vikunnar frá kl. 13.00 - 17.00

Búrfellsstöð - Er stærsta aflstöð á Íslandi.  Þar er líkan sem skýrir hvernig vatns aflið er nýtt á þessum stað.  Stöðin stendur í Þjórsárdal sem hefur upp á ótal áhugaverða staði að bjóða.

Opið alla virka dag frá kl. 13.00 - 17.00 og um helgar frá kl. 10.00 - 12.00 og 13.00 - 17.00

Blöndustöð - Þar geta ferðalangar farið rúmlega 200 m niður í iður jarðar til að skoða stöðvarhússhvelfinguna í þessari fyrstu stórvirkjun Íslendinga sem alfarið er íslensk hönnun.  Í Blöndu er kjörið að á áður en haldið er á Kjalveg að norðan.

Blöndustöð er opin alla daga vikunnar frá kl. 13.00 - 17.00

Kröflustöð - Eina jarðgufuaflstöð Landsvirkjunar en slíkar stöðvar eru fátíðar í heiminum.  Í gestastofunni í Kröflustöð er til sýnis myndband um Kröfluelda og raforkuframleiðslu með jarðgufu. Frá Kröflu er örstutt að Leirhnjúk og Víti sem enginn ferðamaður verður svikinn af.

Kröflustöð er opin virka daga frá kl. 10.00 - 12.00 og 12.30 - og um helgar frá kl. 13.00 - 17.00

Fréttasafn Prenta