Frétt

Hækkun stíflu í Laxá kynnt á opnu húsi

25. júní 2003

Húsið verður opið á milli kl. 20:30 og 22:30. Flutt verður stutt kynningarerindi kl. 21:00. Á staðnum verða fulltrúar frá Landsvirkjun og Hönnun hf. sem er ráðgjafi framkvæmdaaðila vegna mats á umhverfisáhrifum.

Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir við þessi drög að tillögu að matsáætlun. Senda má tölvupóst til Landsvirkjunar á netfangið landsvirkjun@lv.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir til Landsvirkjunar, merkt Laxárstöðvar – Hækkun stíflu og myndun inntakslóns, Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík fyrir 10. júlí 2003.

Fréttasafn Prenta