Frétt

Trompetsystur í Laxá

8. júlí 2003

Trompetsystur í Laxá

Trompetsystur í LaxáTónleikarnir þóttu takast mjög vel og fjöldi áhorfenda fór langt fram úr björtustu vonum aðstandenda tónleikanna, en áætlaður fjöldi gesta var í kringum 500 til 600 manns. 

Á efnisskránni voru bæði ný og gömul lög, eftir innlenda og erlenda höfunda, sem systurnar léku á trompet. Þá sungu þær einnig fyrir gesti.

Trompetsystur í Laxá

Þær Þórunn, Hjördís Elín og Ingibjörg voru sammála um að hljómburður ganganna væri alveg einstakur og hentaði mjög vel til tónleikahalds. Þrátt fyrir að Laxá 3 hafi framleitt með fullum afköstum meðan á tónleikunum stóð hafði það ekki truflandi áhrif, heldur virkaði það sem skemmtilegur undirleikur við flutning systranna.

Trompetsystur í LaxáEftir að skipulagðri dagskrá lauk var þrýstingur svo mikill á flytjendur að taka fleiri aukalög, að þær stóðust hann ekki og færðu sig því út og spiluðu tvö lög í hlíðinni fyrir utan virkjunina. Gleði gestanna var ekki minni við þá uppákomu en hina fyrri.


Fréttasafn Prenta