Frétt

Lán að hætti Landsvirkjunar

11. júlí 2003

Með þessum samningi hefur LV tryggt sér aðgang að lausafjármagni sem er fyrirtækinu mikilvægt vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda.

Veltulánum svipar til yfirdráttarheimilda því um Landsvirkjun mun hafa tryggan aðgang að fjármagni þegar á þarf að halda. Lánið verður fyrst og fremst notað sem baktrygging, ef aðrar fjármögnunarleiðir Landsvirkjunar lokast eða verða erfiðar á næstu árum.

Íslensku bankarnir Íslandsbanki, Kaupþing-Búnaðarbanki og Landsbankinn tóku þátt í lánveitingunni. Fjórir erlendir bankar sáu um lántökuna fyrir hönd Landsvirkjunar. Barcleys, Sumitomo, SEB í Svíþjóð og Société Générale í Frakklandi. Alls standa 19 bankar í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan að láninu.

Eftirspurn banka eftir þátttöku í láninu var um fimmtungi meiri en lánsfjárþörfin. Þetta er talið bera vott um hið mikla traust sem LV nýtur á alþjóðlegum fjármálamarkaði.

Landsvirkjun greiðir 0,1375% vexti ofan á Libor-vexti (vextir á millibankamarkaði í London) á þeirri upphæð sem nýtt er hverju sinni og þá í þeirri mynt sem lánað var í. Þá eru 0,06% á ári greidd af heildarupphæð veltulánsins, hvort sem það er notað eða ekki.

Undirskrift samningsins fór fram í London, en með því var hægt að fá flesta þá sem komu að lánveitingunni að borðinu. Með í för var Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og gerði hann grein fyrir ýmsu sem er að gerast í íslensku efnahagslífi og vakti það jákvæð viðbrögð hjá bankamönnum að fjármálaráðherra væri viðstaddur undirskriftina.

Undirritun lánasamninga í London

Undirritun lánasamninga

Fjöldi fólks var viðstaddur undirritunina. Á þessari mynd má sjá lítinn hluta þeirra.

Frá Kaupþingi-Búnaðarbanka voru viðstaddir þeir Sigurgeir Jónsson og Guðmundur Gíslason og frá Landsbankanum komu þeir Brynjólfur Helgason og Sigurjón Þ. Árnason.

Undirritun lánasamninga Undirritun lánasamninga

Þeir Bjarni Ármannsson, Erlendur Magnússon og Jón Ingimarsson frá Íslandsbanka voru viðstaddir undirritunina.

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagði frá því sem er ofarlega á baugi í fjármálalífi á Íslandi. Með honum eru á myndinni Friðrik Sophusson (t.h) og Stefán Pétursson (t.v.).

Fréttasafn Prenta