Frétt

Afkoma Landsvirkjunar fyrstu sex mánuði ársins 2003

12. ágúst 2003

Handbært fé frá rekstri nam 3.151 milljón króna samanborið við 3.793 milljónir króna á árinu 2002.

Helstu stærðir árshlutareiknings eru (í milljónum króna):

 

2003

2002

Rekstrartekjur

6.665

7.150

Rekstrarkostnaður:

 

 

Rekstrar- og viðhaldskostnaður

2.163

2.174

Afskriftir

2.527

2.668

Fjármagnskostnaður

 494

(2.164)

Rekstrarhagnaður(halli)

1.480

4.472

Eignir samtals

133.564

124.405

Skuldir

92.455

84.868

Eigið fé

41.109

39.537

Handbært fé frá rekstri

3.151

3.793

Fjárfestingar

8.997

2.175

EBITDA

4.502

4.976

Eiginfjárhlutfall

30,8%

31,8%

Arðsemi eigin fjár

3,7%

11,6%


Við samanburð á milli ára verður að hafa í huga að Landsvirkjun hefur hætt verðleiðréttingu reikningsskila og eru afkomutölur því ekki að öllu leyti sambærilegar.

Meginástæða góðrar afkomu fyrirtækisins bæði árin er hagstæð gengisþróun. Tekju og gjaldaáætlun á fyrri hluta ársins stóðst. Rekstrartekjur lækkuðu samtals um 485 milljónir króna eða 6,8%. Tekjur af sölu til almenningsrafveitna hækkuðu um 2,6% en tekjur af sölu til stóriðju lækkuðu um 16,8%. Orkusala til almenningsrafveitna jókst frá fyrra ári um 0.05% en sala til stóriðju minnkaði um 0,08% Á sama tíma lækkaði rekstrar- og viðhaldskostnaður lítillega. Meðal nafnvextir langtímalána  á fyrrihluta ársins eru um 3,5% eins og á sl. ári.

Helstu nýframkvæmdir á fyrstu sex mánuðum ársins tengdust Kárahnjúkavirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Í lok júní námu heildareignir fyrirtækisins 133,5 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 30,8%.

Árshlutareikningurinn var lagður fyrir stjórnarfund fyrirtækisins 12. ágúst 2003.

Árshlutareikningur 1. janúar til 3. júní 2003

 

Fréttasafn Prenta