Frétt

Lækkað umframaflgjald á hverja kWst

29. september 2003

Landsvirkjun hefur því ákveðið að lækka umframaflgjald sitt úr 39,69 kr. í 12  kr. á hverja kWst. frá og með 1. október næstkomandi til áramóta. Afslátturinn er veittur þeim orkukaupendum sem eru í beinum viðskiptum við Landsvirkjun.

Þeir sem kaupa orku af Landsvirkjun áætla orkukaup sín. Í vissum tilfellum getur verið hagkvæmt að mæta orkuþörf sem er umfram áætlun með keyrslu díselvéla. Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja í orkukerfinu þar sem öll miðlunarlón eru full, býður Landsvirkjun viðskiptavinum sínum að kaupa umframafl á hagstæðum kjörum fram til áramóta.

Þessi ákvörðun ætti því að leiða til aukinnar notkunar innlendra  umhverfisvænni orkugjafa í vetur.

 

 

 

 

Fréttasafn Prenta