Frétt

Samningur gerður um vél- og rafbúnað Kárahnjúkavirkjunar

16. október 2003

Um er að ræða sex 115 MW vélasamstæður (hverfla og rafala) ásamt öllum tilheyrandi búnaði.

Hverflarnir verða framleiddir í Þýskalandi, en rafalar og annar búnaður í Austurríki. Uppsetning á staðnum mun hefjast í byrjun árs 2005 og fyrsta vél mun fara í rekstur í apríl 2007.

Samningsupphæðin er 625 milljónir íslenskra króna og 77 milljónir evra, eða samtals á gengi dagsins í dag 7,5 milljarðar íslenskra króna, með virðisaukaskatti.

Fréttasafn Prenta