Frétt

Krakkar úr Árbæjarskóla heimsækja Ljósafossstöð

27. október 2003

Hópur krakka úr ÁrbæjarskólaKrakkarnir á afar ólíkum aldri, en í Árbæjarskóla er árgöngum blandað saman og fá nemendur úr yngri bekkjardeildum tengilið úr eldri deildum sem hefur auga með þeim og aðstoðar á þemadögum.

Dagana 27.-29. október eru þemadagar í Árbæjarskóla sem bera yfirskriftina vatn.

Krakkarnir sem komu á mánudaginn voru afar áhugasamir um raforkumálin og voru það einkum yngri krakkarnir sem spurðu starfsmenn stöðvarinnar spjörunum úr um vélarnar og raforkuframleiðsluna.

Krökkunum var skipt í tvo hópa og skoðaði annar hópurinn stöðvarhúsið á meðan hinn hópurinn gekk upp á stíflumannvirkin og virti fyrir sér vatnið sem rann inn í fallpípurnar. Að lokinni skoðunarferð um stöðina komu krakkarnir sér fyrir í sýningarsalnum í Ljósafossstöð og fengu sér nesti.

Krakkar úr Árbæjarskóla snæða nesti

Að lokinni gönguferð í kulda og næðingi var gott að setjast niður og snæða
nesti í hlýrri Ljósafossstöðinni.

Fréttasafn Prenta