Frétt

Boranir í Hágöngum lofa góðu

3. nóvember 2003

Borhola í HágöngumÍ haust luku Jarðboranir við tilraunaborholu í Sveðjuhrauni við Hágöngulón. Gekk verkið vel og var það unnið innan þess tímaramma sem settur var. Borinn Jötunn var notaður til þess að bora holuna sem er 2.360 metra djúp. Vonir standa til þess að hægt verði að nýta svæðið til raforkuframleiðslu í framtíðinni.

Starfsmenn Landsvirkjunar og Íslenskra orkurannsókna opnuðu í síðustu viku fyrir borholuna í Sveðjuhrauni. Verður hún látin blása gufu fram á vor a.m.k. Eftir nokkurra vikna blástur er fyrst hægt að segja til um afkastagetu holunnar þegar hún hefur náð að jafna sig eftir kælinguna við borun hennar. Fyrstu afkastamælingar lofa góðu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar borholan hafði verið opnuð. Nokkuð hvasst var þennan dag og náði því gufustrókurinn ekki að stíga tignarlega til himins.

 

Fréttasafn Prenta