Frétt

Ráðstefna um raforkumál

18. nóvember 2003

Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti markaðsvæðingar á Íslandi á sama tíma og mikil iðnaðaruppbygging á sér stað með vandasömum skuldbindingum til lengri tíma fyrir orkufyrirtækin.  Fróðlegt verður að fylgjast með því sem fram kemur á ráðstefnunni og fræðast um hvort nýtt umhverfi í þessum mikilvæga málaflokki er til bóta.

Til þess að fjalla nánar um þær breytingar sem verða við markaðsvæðinguna á ábyrgð orkufyrirtækja, rannsóknir, rekstrarform, samruna, verðlagningu, viðskiptahætti og ekki síst störf tæknimanna, boða Verk- og Tæknifræðingafélög Íslands til ráðstefnu fimmtudaginn 20. nóvember 2003 kl. 13-17 í Hátíðarsal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.

Með samþykkt nýrra raforkulaga á 128. löggjafarþingi þjóðarinnar þann 15. mars 2003 og gildistöku þeirra var heildarendurskoðun á löggjöf um vinnslu, flutning, dreifingu og sölu raforku loksins komin í höfn, en hún hafði lengi verið í undirbúningi. Nýju raforkulögin komu til framkvæmda 1. júlí sl. og innleiða markaðsvæðingu raforkuiðnaðarins í áföngum á næstu þremur árum. Þau hafa í för með sér verulegar breytingar á því umhverfi sem orkufyrirtækin hafa starfað við allt frá rafvæðingu landsins snemma á síðustu öld. Nú verða hinir náttúrulegu einkaleyfisþættir raforkukerfisins, flutningur og dreifing, aðskildir frá vinnslu og sölu þar sem samkeppni mun verða.

Dagskrá:

12:45 – 13:00  Skráning þátttakenda
13:00 – 13:05  Setning ráðstefnu, Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ
13:05 – 13:15  Ávarp ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra

13:15 – 13:55  Breytt lagaumhverfi, Guðmundur I. Ásmundsson, Landsvirkjun

13:55 – 14:35  Nýtt hlutverk Orkustofnunar, Ívar Þorsteinsson, Orkustofnun

14:35 – 14:50  Kaffihlé

14:50 – 15:30  Orkufyrirtæki í nýju umhverfi, Ásgeir Margeirsson, Orkuveitu Reykjavíkur

15:30 – 16:10  Þjóðhagsleg hagkvæmni breytinganna, Friðrik Már Baldursson, Háskóla Íslands

16:10 – 17:00  Pallborðsumræður

Þátttakendur:
Friðrik Sophusson, Landsvirkjun
Helgi Bjarnason, iðnaðarráðuneyti
Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur
Sveinn Hannesson, Samtökum iðnaðarins
Þorkell Helgason, Orkustofnun
Valdimar K. Jónsson, Neytendasamtökunum

17:00 Ráðstefnuslit, Einar H. Jónsson formaður TFÍ

Ráðstefnustjóri og stjórnandi pallborðsumræðna: Stefanía K. Karlsdóttir rektor Tækniháskóla Íslands

 

Fréttasafn Prenta