Frétt

Sterk viðbrögð við grein í The Guardian um Kárahnjúkavirkjun

8. desember 2003

Höfundurinn dvaldi nokkurn tíma hérlendis síðsumars og fór víða. M.a. greiddi Landsvirkjun götu hennar um virkjunarsvæðið þar sem hún kynnti sér framkvæmdirnar og ræddi við marga sem þeim tengjast. Ekki er að sjá að það hafi skilað miklu inn í grein hennar. Greinin einkennist af rangfærslum og dylgjum um framkvæmdina og raunar um íslenskt samfélag eins og það leggur sig. Af greininni er auðséð að höfundurinn sækir einkum efni til andstæðinga virkjunarinnar og er þar býsna frjálslega farið með staðreyndir um hina ýmsu þætti þessa máls. Fyrir liggur m.a. að ranghermt er eftir aðilum sem De Muth telur til réttsýnna virkjunarandstæðinga og vitnar í með velþóknun.

Framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar
og lega flutningslína til Reyðarfjarðar

Nokkur viðbrögð hafa komið fram til Guardian í tilefni greinarinnar. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Londun, hefur skrifað ritstjóra blaðsins bréf til birtingar og þá hafa Landsvirkjun og Alcoa skrifað ritstjóranum bréf þar sem vinnubrögðin hjá De Muth og blaðinu eru gagnrýnd. Ekki hafa Landsvirkjun borist nein svör enn þá en hér birtist upphaflega greinin í The Guardian ásamt bréfunum frá Sverri Hauki og Mike Baltzell frá Alcoa (birt með góðfúslegu leyfi þeirra) ásamt bréfi Friðriks Sophussonar til ritstjórans og úttekt Sigurðar Arnalds á rangfærslunum um virkjunina í greininni.

Viðhengi:
Bréf Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjuar, til The Guardian
Athugasemdir Sigurðar Arnalds, verkfræðings, við grein Susan De Muth
Bréf Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra, til The Guardian
Bréf Mike Balzell, framkvæmdastjóra hjá Alcoa, til The Guardian
Grein Susan De Muth í The Guardian, 29. nóvember 2003


Fréttasafn Prenta