Frétt

Þjóðminjasafnið – svona var það

4. desember 2003

kistlar_afmaelissyningÍ tilefni 140 ára afmælis Þjóðminjasafnsins verður opnuð sýning í risi Þjóðmenningarhússins laugardaginn 6. desember.

Á þessum tímamótum er litið um öxl og gestum er gefinn kostur á að upplifa brot af sýningu sem Þjóðminjasafnið bauð upp á í byrjun 20. aldar í þáverandi húsakynnum safnsins, risi Safnahússins við Hverfisgötu. Framsetning gripa mun koma á óvart en hún eru töluvert frábrugðin því sem nú tíðkast.

Við uppsetningu afmælissýningarinnar var stuðst við Leiðarvísi Matthíasar Þórðarsonar fyrrverandi þjóðminjavarðar frá 1914. Sýningarstjóri er Sigrún Kristjánsdóttir.

Við opnun sýningarinnar flytur þjóðminjavörður ávarp, hollvinasamtök safnsins Minjar og saga afhenda safninu gjöf og menntamálaráðherra opnar sýninguna. Við sama tækifæri verður opnuð ný vefsíða Þjóðminjasafns Íslands www.thjodminjasafn.is

Afmælisýning Þjóðminjasafnsins og ný vefsíða safnsins eru unnin í samstarfi við Landsvirkjun, bakhjarl Þjóðminjasafnsins.

Fréttasafn Prenta