Frétt

Verkefni á Grænlandi

23. desember 2003

Virkjunin er á suðurodda Grænlands, innst í Hrafnsfirði, í svonefndu Vatnahverfi í hinni fornu Eystribyggð. Um er að ræða 7,2 MW vatnsaflsvirkjun, 71 km langar 72,5 kV háspennulínur, tengivirki og tvær aðveitustöðvar, endurbætur á varaaflstöðvum í bæjunum Narsaq (Litla Slétta) og Qaqortoq (Hvítanes) og rekstur í 5 ár eftir að framkvæmdum verður lokið.

Qorlortorsuaq samsteypan hefur falið íslenskum ráðgjöfum; Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Rafteikningu, Línuhönnun og Afli að hanna öll mannvirki og búnað, en hönnunin er innifalin í verkframkvæmdinni. Gert er ráð fyrir að hönnunarvinnan hefjist strax og að framkvæmdum verði að fullu lokið í október 2007. Upphæð verksamningsins er 2,5 milljarðar íslenskra króna.

Hvítifoss á Grænlandi Vatnið Qordlortorssup

Hvítifoss fyrir botni Hrafnsfjarðar

Rennslið verður virkjað úr vatninu
Qordlortorssup tasia

 

Fréttasafn Prenta