Frétt

Rafmagn á Íslandi í 100 ár

26. janúar 2004

Meðal annars hefur verið opnaður vefurinn www.rafmagn100.is þar sem sagt er frá ýmsu sem tengist rafvæðingu landsins. Þar verða einnig upplýsingar um viðburði sem rafveiturnar á landinu standa að í tilefni afmælisins.

Samorka, samtök raforku- hita- og vatnsveitna, gaf út rit sem dreift var með Morgunblaðinu laugardaginn 24. janúar. Í því eru viðtöl, greinar og fróðleiksmolar um rafmagnið á Íslandi.

Föstudaginn 23. janúnar var 100 ára afmæli rafvæðingar á Íslandi kynnt. Af því tilefni var efnt til blaðamannafundar í minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur.


Rafmagn í 100 ár á Íslandi

Á myndinni eru frá vinstri Jóhann Már Maríusson, formaður afmælisnefndar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Friðrik Sophusson, formaður Samorku og Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku.

 

Fréttasafn Prenta