Frétt

Landsvirkjun á ferð með Óperunni

8. mars 2004

Landsvirkjun og Íslenska óperan undirrita samning í febrúar 2004Brúðkaup Fígarós verður kynnt á tónleikum í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 17. mars og í byrjun maí er ferðinni heitið til Eskifjarðar, þar sem óperan Carmen verður flutt í samstarfi við kór og hljómsveit heimamanna.

Mótframlag Óperunnar gegn myndarlegum framlögum fyrirtækjanna felst m.a. í kynningu á fyrirtækjunum fjórum í tengslum við ferðirnar.

Á myndinni má sjá þá Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbanka Íslands, Leif Stein Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóra VISA Íslands og Bjarna Daníelsson óperustjóra við undirritun samstarfssamninganna.

 

Fréttasafn Prenta